S02E08 | Leikskólamálin þjóðarskandall

Spjallið með Frosta Logasyni

Snorri Másson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Snorri hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fjölmiðilinn sinn Ritstjóri.is sem hann stofnaði eftir að hafa sagt starfi sínu lausu á Stöð 2 þar sem hann upplifði innri togstreitu á milli væntinga yfirmanna sinna og eigin sannfæringa. Snorri ræðir hér um áherslur sínar og skoðanir sem hann viðurkennir að hafi orðið íhaldsamari með árunum þó hann hafi sennilega alltaf verið gömul sál. Rætt er um stöðu íslenskunnar, menntamál, leikskólamál, bókmenntir, femínisma og margt margt fleira í þessu mjög svo áhugaverða viðtali.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -