S02E25 | Máltilfinning fæst ekki keypt fyrir peninga

Spjallið með Frosta Logasyni

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og Garðbæingur með meiru, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir margskonar greinar og viðtöl þar sem hann skrifar einkar lipran texta með glæsilegum stílbrögðum. Atli er enda lærður íslenskufræðingur og starfaði á árum áður sem lúnkinn prófarkarlesari. Hann er ósammála þeim breytingum sem verið er að gera á íslenskri tungu um þessar mundir þar sem verið er að troða inn svokölluðu kynjamáli í tungumálið. Atli fer í þessu viðtali yfir allt þetta og skemmtilegt lífshlaup sitt fram til þessa en hann fagnaði um helgina þeim áfanga að verða fimmtíu ára gamall og kom sérstaklega til Íslands til að halda mikla veislu að því tilefni.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -