S02E33 | Yrði ekki skoðanalaus forseti

Spjallið með Frosta Logasyni

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikona og forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún segir það í sinni náttúru að tjá sig um mál sem henni brenna í brjósti þannig að hún yrði sennilega seint skoðanalaus forseti. Hún leggur þó áherslu á að það séu kjörin stjórnvöld hverju sinni sem stjórna landinu, en ekki forseti. Hún segist myndi vilja meðal annars beita sér fyrir úrbótum í geðheilbrigðismálum rétt eins og áfengis- og fíkniefnameðferðum því hún segir alltof margar fjölskyldur lifa í hreinni angist sem smitist út í allt þjóðfélagið. Steinunn segir málskotsréttinn vera neyðarhemil sem hún mundi ekki veigra sér við að nýta ef hún sæi til dæmis löggjöf sem myndi brjóta á mannréttindum fólksins í landinu. Við kynnumst Steinunni Ólínu náið og persónulega í þessu viðtali. Endilega láttu það ekki framhjá þér fara.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -