S02E39 | Heiðarleikinn það eina sem ég hef

Spjallið með Frosta Logasyni

Viktor Traustason, forsetaframbjóðandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Viktor hefur vakið athygli fyrir hreinskiptin svör og skýra stefnu sem hann vill bjóða kjósendum upp á fyrir embætti forseta Íslands. Hann vill í fyrsta lagi tryggja að ráðherrar geti ekki líka verið þingmenn á Alþingi. Þá vill hann bjóða upp á fasta reglu um að 10% landsmanna geti kallað eftir því að forseti skrifi ekki undir lög, og þannig ýtt undir að þingmenn gæti þess að samþykkja ekki lög sem þeir vita að ekki ríki sátt um í samfélaginu. Þá vill hann að lokum að engin atkvæði í þingkosningum geti í raun fallið niður dauð heldur að tekið sé tillit þeirra þegar lög eru samþykkt sem krefjist þannig aukins meirihluta sem þeim nemur.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á brotkast.is/askrift

- Auglýsing -