Kona reyndi að klifra upp Frelsisstyttuna til að mótmæla aðskilnaði fjölskyldna við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó

Kona reyndi að klifra upp Frelsisstyttuna í New York í gær til að mótmæla meðferð ólöglegra innflytjenda og barna þeirra við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Ferðamenn á eyjunni sáu fyrst til hennar og var hún rýmd á meðan björgunaraðgerðirnar stóðu yfir. Konan lá á styttunni í rúma þrjá tíma meðan lögreglumenn reyndu að fá hana niður en hún heitir Therese Patricia Okoumou og er innflytjandi frá Kongó. 

Á blaðamannafundi í gær sagði lögreglan að hún hefði beðið björgunarmennina afsökunar fyrir að hafa þurft að fara upp á styttuna að ná í hana.

Okoumou var leidd í burtu í handjárnum og á yfir höfði sér kærur fyrir atvikið

Auglýsing

læk

Instagram