today-is-a-good-day

Mikið um lokanir í dag vegna leiksins

Það má í raun segja að Ísland verði lokað milli 15 og 17 í dag. Fyrirtæki og stofnanir hleypa mörg hver starfsfólki fyrr heim til að ná leiknum og því verður mikið um lokanir nú seinnipartinn. Ísland keppir við Nígeríu í Volgograd í dag klukkan 15. Vísir tók saman helstu lokanir.

Tryggingafélögin Vís og Sjóvá og stéttarfélög taka daginn snemma, sem og bankarnir. Íslandsbanki og Landsbankinn munu loka, eins og Nútíminn hefur áður greint frá en engin tilkynning hefur komið frá Arionbanka og má því gera ráð fyrir venjulegum opnunartíma þar.

Sjá einnig: Íslandsbanki og Landsbankinn loka snemma á föstudag vegna leiks Íslands og Nígeríu á HM

Ýmsar verslanir munu einnig loka meðan á leiknum stendur meðal annars Geysir, Thor, Lundinn og Fjallraven.

Pósturinn mun einnig loka afgreiðslustöðum sínum og þjónustuveri klukkan 14:30 en hlé verður gert á annari starfsemi eins og útkeyrslu þar til 17:30.

Reykjavíkurborg mun einnig taka mið af leiknum samkvæmt vef borgarinnar. Þjónusta hjá borginni verður með minnsta móti eftir klukkan 15 í dag en þó verður sundlaugum og leikskólum ekki lokað frekar en nausynlegri velferðarþjónustu samkvæmt upplýsingum á vefnum.

Það verður þó ekki allt lokað því verslunarmiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind verða báðar opnar í dag frá 11 til 19.

Auglýsing

læk

Instagram