today-is-a-good-day

Össur Skarphéðinsson fór í afdrifaríka sturtuferð: heimiliskötturinn át gullfiskana á meðan

Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, fór í afdrifaríka sturtuferð í gær eins og hann greindi frá á Facebook-síðu sinni. Á meðan hann skrapp í sturtu át heimiliskötturinn þrjá fiska úr fiskabúrinu með bestu lyst.

Össur hafði lokið á fiskabúrinu opið meðan hann skrapp í sturtuna með þeim afleiðingum að „Tígrisdýrið á Vestó“, eins og hann kallar köttinn, át báða hængana og stærstu hrygnuna úr búrinu.

„Ygglir sig svo bara við kúgaðan minnihluta sem engu ræður á þessu heimili…,“ skrifar Össur að lokum.

Færslan vakti kátínu og fjölmargir skrifuðu athugasemd við hana. Einn segir að þarna fari sannur Samfylkingarköttur, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar grínaðist einnig þar sem hann sagðist ekki vita að það væru tvö tígrisdýr á Vestó og sá þriðji sagði einfaldlega „Kötturinn er þannig á svipinn að ég tel fyllstu ástæðu til að kæra hann til sálfræðings minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur!“ og vísar í ástandið í borgstjórn.

Össur segir síðan sjálfur að enginn megi snerta villidýrið nema dóttir hans. Kötturinn hvæsi á hann sjálfan, klóri annað fólk og sýni öllum oflæti.

Auglýsing

læk

Instagram