Ofnbakað blómkál í parmesanhjúp

Auglýsing

Hráefni:

  • 1 dl bráðið smjör
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 2 dl brauðrasp
  • 1 1/2 dl rifinn parmesan
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk svartur pipar
  • 1 blómkálshöfuð

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunapappír á ofnplötu. Skerið blómkálið í bita. Bræðið smjörið og setjið það í skál ásamt hvítlauknum.

2. Setjið parmesan og brauðrasp í skál ásamt salti og pipar. Dýfið blómkálsbitunum í smjörið og næst í parmesan-blönduna. Raðið þeim á ofnplötuna og bakið í um 30-35 mín eða þar til þeir verða fallegar gylltir.

Auglýsing

læk

Nýjast á Matur

Instagram