Justin Timberlake snýr aftur: Þetta er ótrúlegt – hann hefur engu gleym! TÓNLEIKAR

Hinn fjölhæfi og heimsþekkti tónlistarmaður Justin Timberlake er mættur aftur í sviðsljósið en það eru sex ár síðan kappinn gaf út síðustu plötu sem var „Man of the Woods“ árið 2018. Timberlake er hvergi af baki dottinn en nýjasta lagið hans „Selfish“ hefur slegið í gegn úti um allan heim – meðal annars hér á Íslandi.

Lagið er af nýútkominni plötu Timberlake sem heitir „Everything I Thought It Was“ og hefur fengið góða dóma tónlistargagnrýnenda vestanhafs. En ný plata kappans eða velgengni lagsins „Selfish“ var ekki ástæða þess að við ákváðum að skrifa þessa frétt heldur eru það pínkulitlir tónleikar sem Timberlake hélt á dögunum sem hluti af hinni goðsagnakenndu tónleikaröð „Tiny Desk Concert.“

Milljónir flykkjast inn á YouTube

Tónleikaröðin hóf göngu sína árið 2008 en tónlistarmenn sem þar koma fram eru að mörgu leyti strípaðir flestra þeirra hljóðfæra sem þeir myndu ella nota á stórtónleikum í höllum á borð við O2-arena. Því má segja að um sé að ræða „unplugged“ tónleika með persónulegu sniði. Fjölmargir hafa slegið í gegn í umræddri tónleikaröð en fæstir hafa slegið í gegn jafn hratt á jafn skömmum tíma eins og Justin Timberlake sem birtist á myndskeiðsíðu Tiny Desk Concert fyrir 11 dögum síðan.

…síðan þá hafa 5.8 milljón manns notið þess að hlusta á frábærar útgáfur af hans bestu lögum í bland við það nýjasta. Frábærir tónleikar í fullkomnum gæðum og það er tæpan hálftíma!

NPR Music //       Tiny Desk Concert //     Justin Timberlake Tiny Desk Concert //´

 

Auglýsing

læk

Instagram