today-is-a-good-day

Andri Yrkill veltir því fyrir sér hvort KSÍ beri ekki virðingu fyrir konum: „Er þetta eitt­hvað annað en hrein óvirðing?“

Andri Yrkill Valsson, blaðamaður Morgunblaðsins, gagnrýnir Knattspyrnusamband Íslands í bakverði blaðsins í dag. Andri veltir því fyrir sér hvort leik­ir í kvenna­deild­inni séu notaðir sem til­rauna­vett­vang­ur um getu dóm­ara.

Andri kafar ofan í tölfræði dómara í leikjum í kvenna- og karladeildum í efstu deildunum í fótbolta. ,,Í efstu deild karla eru bún­ir 56 leik­ir í sum­ar sem dæmd­ir hafa verið af 11 dómur­um. Einn dæmdi sinn fyrsta leik í síðustu um­ferð, en ann­ars hef­ur eng­inn dæmt færri en fjóra leiki í deild­inni í sum­ar,“ skrifar hann.

„Í efstu deild kvenna eru bún­ir 35 leik­ir í sum­ar sem dæmd­ir hafa verið af 16 dómur­um. Fimm þeirra hafa dæmt aðeins einn leik og aðrir fimm hafa dæmt tvo leiki. Í síðustu um­ferð gerðist það í fyrsta sinn að dóm­ari sem hef­ur dæmt í efstu deild karla í sum­ar dæmdi í efstu deild kvenna.“

Andri spyr hvort að KSÍ sé ekki hreinlega að sýna konum óvirðingu með þessu og hvort það sé frekar í lagi að dómarar geri mistök í kvennaboltanum en karlaboltanum.

,,Er þetta eitt­hvað annað en hrein óvirðing? Auðvitað þurfa dóm­ar­ar að byrja ein­hvers staðar til þess að kom­ast í fremstu röð og það tek­ur tíma að ná takti. En lít­ur KSÍ svo á að það sé betra að gera mis­tök í kvenna­bolt­an­um en karla­bolt­an­um? Hver er ástæðan fyr­ir þessu?.“

Í Hlaðvarpsþættinum Heimavöllurinn á Fótbolta.net, hafa dómaramál í Pepsi Max deild kvenna verið mikið rædd en í þættinum er kvennafótbolta á Íslandi gerð skil. Í nýjasta þættinum sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir sem var gestur þáttarins að það þurfi að bæta dómgæsluna í deildinni.

Hulda Mýrdal, þáttastjórnandi, tók undir með henni: „Við erum að reyna að bæta umfjöllun, við erum að reyna að setja þetta á hærra plan, dómararnir verða að koma með.“

Auglýsing

læk

Instagram