Auddi Blö vonar að RÚV fari ekki að kafa nánar í þjóðhátíðarlög FM95Blö: „Þau eru öll frumsamin!“

Auglýsing

Strákarnir í FM95Blö gefa árlega út lag fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og í ár varð engin breyting á en lagið „Ég Ætla Að Sigra Eyjuna“ kom út í júlí. Á vef RÚV er vakin athygli á því að lagið sé skuggalega líkt lagi hljómsveitarinnar Aventura frá árinu 2002 og því vakna upp spurningar hvort þjóðhátíðarlag FM95Blö sé stolið.

Sjá einnig: FM95Blö og Jóhanna Guðrún senda frá sér nýtt þjóðhátíðarlag: „Ég ætla að sigra eyjuna”

Þeir Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson eru skrifaðir fyrir lagi FM95Blö og það er framleitt af StopWaitGo.

Hér er lag strákanna í FM95Blö

Og hér er lag hljómsveitarinnar Aventura, Obsession, frá árinu 2002 en ljóst er að lögin eru mjög lík

Auglýsing

Þetta á sér þó eðlilega skýringu eins og Nútíminn greindi frá þegar lagið kom út en Auddi ræddi lagið í viðtali við Brennsluna þegar það kom út.

„Þetta er lag sem ég heyrði í Suður Ameríku. Við Steindi fórum á Carnival og ég heyrði það þar og varð að vita hvað það héti,” segir Auddi sem fékk nafnið á laginu frá þjóni á veitingastað næsta dag. Hann segist svo hafa verið að hlusta á lagið á leiðinni til Vestmannaeyja fyrr á árinu og hafi þá hugsað að þetta gæti orðið gott Þjóðhátíðarlag.

Auddi gerir grín að umfjölluninni í dag á Twitter, auðvitað séu öll lögin séu frumsamin!

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram