Borgarísjaki ógnar Grænlendingum, sjáðu myndbandið

Auglýsing

Íbúar í þorpinu Innaarsui óttast afleiðingarnar af því ef að stærðarinnar borgarísjaki sem er hættulega nálægt landi brotni. Íbúarnir 150 óttast að ísklumpar brotni úr ísjakanum og valdi flóðbylgju.

Borg­ar­ráðsmaður sem græn­lenska rík­is­út­varpið ræðir við segir að ísjakinn sé hættulega nálægt landi og ef að hann brotni geti myndast flóðbylgja.

„Ef jak­inn brotn­ar þá skap­ast hætta fyr­ir versl­an­irn­ar, raf­magnsveit­una og önn­ur hús með fram strönd­inni þar sem meðal ann­ars eldri borg­ar­ar búa,“ seg­ir Karl Peter­sen.

Búið er að gera rýmingaráætlun fyrir Innaarsui og bæjarbúar sem búa hvað næst jakanum hafa verið hvattir til þess að finna sér gististað ofar í bænum.

Auglýsing

Karl Petersen hefur óskað eftir því að strandgæsla Grænlands mæti og komi ísjakanum burt frá bænum út á haf. Búist er við rigningu á norðanverðu Grænlandi en það er talið auka líkurnar á niðurbroti ísjakans.

Hér að neðan má sjá myndband af borgarísjakanum og ölduganginum sem myndast þegar brotnar úr honum

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram