Elvis Costello greindur með krabbamein

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Elvis Costello greindi frá því að hann sé með krabbamein og því þurft að hætta við tónleika á meðan hann jafni sig eftir krabbameinsmeðferð. Þetta kemur fram á vef The Guardian en Costello greindi frá fregnunum á vefsíðu sinni.

Costello segist hafa verið greindur með lítið en ágengt illkynja æxli. „Læknirinn minn hringdi í mig fyrir sex vikum og sagði mér að byrja að spila lottó því hann hafði aldrei séð svo lítið illkynja æxli sem væri hægt að fjarlægja með aðgerð.“

Upphaflega hafi hann aðeins þurft þrjár til fjórar viku til að jafna sig og var því glaður að geta byrjað tónleikaferð sína í Evrópu. Síðar kom í ljós að hann þurfi lengri tíma til að jafna sig og hafi því þurft að hætta við tónleika í enda júní og júlí.

Costello gaf ekkert upp um tegund krabbameinsins en beindi orðum sínum þó að karlkyns aðdáendum sínum. „Herramenn, talið við vini ykkar, leitið til læknis ef þið eruð í vafa og grípið fljótt í taumana. Það gæti bjargað lífi ykkar. Trúið mér, það er betra en að spila rúllettu.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram