Auglýsing

Patti Smith, Black Eyed Peas og The Sugarhill Gang

Fréttir

Í gær (27. febrúar) tilkynntu aðstandendur Secret Solstice ansi veglega viðbót við dagskrá hátíðarinnar. Líkt og fram kom í tilkynningunni mun bandaríska goðsögnin Patti Smith leika fyrir gesti hátíðarinnar í sumar—ásamt samlöndum sínum í hljómsveitunum Black Eyed Peas og The Sugarhill Gang. 

Eins og áður hefur komið fram bætast ofangreindir tónlistarmenn við þegar álitlegan hóp erlends tónlistarfólks, þar á meðal Robert Plant (Led Zeppelin), Rita Ora, Martin Garrix, Pussy Riot, o.fl. 

Secret Solstice fer fram helgina 21. til 23. júní næstkomandi. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Nánar: https://secretsolstice.is/

Að lokum má þess geta að íslenska dagskráin er býsna þétt að vanda: Hatari, Vök, JóiPé & Króli, Birnir, Flóni, Sólstafir, Vintage Caravan, Árstíðir, Högni, Ingi Bauer, Jóhann Stóne,Pink Street Boys, Svala, Sprite Zero Klan og XXX Rottweiler stíga á svið, svo einhverjir séu nefndir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing