Fimm hlutir sem hægt er að gera á styttri tíma en þingmenn Miðflokksins hafa rætt þriðja orkupakkann á Alþingi

Auglýsing

Umræður um þriðja orkupakkann hafa verið áberandi á Alþingi undanfarna daga. Miðflokksmenn hafa haldið þinginu í gíslingu og rætt þriðja orkupakkann sín á milli í samtals 60 klukkustundir. Við teljum að það hefði mátt nýta tímann betur og hér eru dæmi um hluti sem hefði verið hægt að gera á styttri tíma.

Sjá einnig: Þingmenn orðnir þreyttir á málþófi Miðflokksins: „Ekkert nýtt í málinu og löngu búið að svara öllum spurningum“

Horfa á allar Marvel myndirnar

Myndirnar úr Marvel heiminum spanna aðeins 48 klukkustundir. Þú getur horft á þær allar og átt 12 tíma til aflögu.

Fljúga frá Keflavík til Tókýó, eyða degi þar, og fljúga til baka

Jebb, það er hægt að fljúga til Tókýó, eyða heilum degi þar í allskonar skemmtilega hluti og fljúga til baka á þessum tíma.

Skrá sig á Tinder, fá match, fara á deit, geta barn, flytja inn saman

Auglýsing

Langsótt? Kannski…Ekki jafn langsótt og að tala um þriðja orkupakkann í 60 klukkutíma

Keyra til Akureyrar og til baka fimm sinnum

Það hefði verið hægt að ferja nokkra bíla á þessum tíma.

Hlustað á Hatrið mun sigra 1200 sinnum

Ekki nema… prófaðu:

 

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram