Hætt við málsókn á hendur konunni sem var skotin í magann og missti fóstrið

Ákærur á hendur ungu konunnar í Alabama sem var skotin í magann og missti fóstrið hefur verið dregin til baka. Marshae Jones, 27 ára gömul kona frá Alabama í Bandaríkjunum var nýliðið kærð fyrir morð á ófæddu barni sínu sem hún missti eftir að 23 ára, Ebony Jemison skaut hana í magann í desember í fyrra. Kærurnar gegn Jemison voru felldar niður og nú hafa kærurnar gegn Jones einnig verið felldar niður.

Sjá einnig:Missti fóstur eftir að hafa verið skotin í magann og kærð fyrir manndráp

Yfirvöld handtóku  Jones í síðustu viku og ákærðu hana fyrir manndráp. Að sögn Danny Reid, liðsforingja í lögreglunni í Alabama þá hafði Jones hafið rifrildi og haldið því gangandi sem endaði á því að Jemison skaut hana í magann. Reid vildi einnig meina það að það væri verk móðurinnar að vernda ófættbarn sitt og að fóstrið væri í raun eina fórnarlamb atviksins.

Atburðurinn vakti heimsathygli og mikla reiði í Bandaríkjunum og víðar. Mark White, lögmaður Jones krafðist þess að málinu yrði vísað frá. Hann sagði ákvörðun saksóknara um að fella málið niður hið eina rétta í stöðunni og að Jones gæti nú einbeitt sér að því að jafna sig á þessum hörmungaratriði.

Málið átti sér stað stuttu eftir að lög gegn þungunarrofi voru hert í Alabama. Lögin banna þungunarrof, sama hvernig óléttan kom til. Þungunarrof er morð í Alabama þar sem fóstur eru skilgreind sem manneskjur.

Auglýsing

læk

Instagram