Íslandsmót kaffibarþjóna haldið á laugardaginn

Auglýsing

Stórskemmtileg kaffihátíð á vegum Kaffibarþjónafélagsins, Expert og Chaqwa á Íslandi verður haldin næstkomandi laugardag, 23.febrúar. Tvö Íslandsmót verða á hátíðinni en keppt verður í tveimur kaffigreinum, Íslandsmóti kaffibarþjóna og Íslandsmóti í kaffigerð. Sigurvegarar keppninnar öðlast réttinn að keppa fyrir hönd Íslands á Heimsmeistaramóti kaffibarþjóna sem haldið verður í Boston í apríl á viðhafnarmikilli Coffee Expo-hátíð.

Ísland hefur reglulega sent frá sér fulltrúa til að keppa á Heimsmeistaramótinu og í ár er stefnt á að senda bæði Íslandsmeistara í kaffibarþjónustu og Íslandsmeistara í kaffigerð. Keppnirnar fara fram í húsnæði Expert að Draghálsi 18-26 frá kl.12-17, frítt er inn og allir eru velkomnir.

„Þetta er einstakur viðburður til að kynnast því hvað kaffiiðnaðurinn á Íslandi hefur upp á að bjóða og sjá þær nýjungar sem kaffibarþjónar munu finna upp á.” segir í viðburðartilkynningu Kaffibarþjónafélagsins á Facebook.

Á Kaffihátíðinni verður einnig hægt að kynna sér starfsemi ýmissa kaffifyrirtækja, hægt verður að smakka kaffi frá ólíkum kaffibrennslum og fræðsla af ýmsu tagi verður inn á milli þess sem keppendur stíga á svið.

Hægt er að skoða viðburð Kaffihátíðarinnar nánar á Facebook hér og kynna sér starfsemi Kaffibarþjónafélagsins hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram