Kærir hið opinbera fyrir að reka spilakassa, vill fá 77 milljónir í skaðabætur

Guðlaugur Jakob Karlsson hefur lagt fram stefnu á hendur allra þeirra sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera: Íslenska ríkinu, Íslandsspilum, S.Á.Á., Rauða krossi Íslands, Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, Háskóla Íslands og Happdrætti Háskóla Íslands. Þetta kemur fram á Vísi.

Guðlaugur fer fram á 77 milljónir í skaðabætur ásamt 24 milljónum sem hann hefur tapað í spilakössum og segist eiga kvittanir fyrir. „Þeir eru með leyfi til reksturs happdrættisvéla sem eru ekki til, hvergi í heiminum. Þetta er ekkert annað en fjárhættuspil,“ segir Guðlaugur á Vísi.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 19. September.

Rekstur spilakassa var leyfður árið 1993 á þeim forsendum að um væri að ræða happdrættisvélar en ekki fjárættuspil. Í samtali við Vísi segir Guðlaugur að skilgreiningin sé galin.

„Spilað er fyrir rúma milljón á klukkutíma, velta er 25 milljónir á dag. Það sem kemur í kassana. Þetta er tap spilafíklanna. Þetta er þungur baggi fyrir ekki fleiri að bera. Þetta er allt okkar veikasta fólk,“ segir Guðlaugur á Vísi.

Auglýsing

læk

Instagram