Rihanna er ríkasta tónlistarkona í heimi

Auglýsing

 

Robyn Rihanna Fenty, betur þekkt undir millinafninu Rihanna, er nú komin í efsta sætið yfir ríkustu tónlistarkonur í heimi samkvæmt viðskiptatímaritinu Forbes. Þessi velgengni er ekki einungis tilkomin vegna tónlistar en snyrtivörumerki hennar, Fenty Beauty, hefur notið mikilla vinsælda og eignir hennar því aukist til muna.

Rihanna er nú metin upp á 600 milljónir bandaríkjadala, sem gerir um 74 milljarða íslenskra króna. Madonna, sem sat áður í fyrsta sæti, er nú dottin niður í annað sætið en eignir hennar eru metnar á um 570 milljónir bandaríkjadala. Þar á eftir kemur Céline Dion sem er metin upp á 450 milljónir bandaríkjadala.

View this post on Instagram

@fenty

A post shared by badgalriri (@badgalriri) on

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram