today-is-a-good-day

Sigurvegari WOW Cyclothon lifði af sjóslys fyrir sex árum

Eiríkur Ingi Jóhannsson bar sigur úr bítum í einstaklingskeppni WOW Cyclothon í ár. Hann var eini skipverjinn sem lifði af þegar fiskiskipið Hallgrímur fórst við Noregsstrendur fyrir sex árum. Eiríkur hjólaði hringinn á rúmum 56 klukkutímum og bætti brautarmet í einstaklingsflokki.

Eiríkur tók fyrst þátt í WOW Cyclothon árið 2014 en þá hafði hann verið í slysafrí eftir sjóslysið. Í viðtali við Vísi.is segir Eiríkur að Jón Eggert Guðmundsson vinur hans hafi hvatt hann til þess að taka þátt.

„Hann ætlaði að fara að taka þátt og ég var búinn að vera í slysafríi og ég hugsaði að það gæti verið ágætt að skella sér og prófa bara. Þetta var nú ekki flóknara en það. Svo skráði ég mig bara til leiks og svo hef ég bara verið fastur í þessu,” segir Eiríkur við Vísi.

Eiríkur Ingi öðlaðist landsfrægð þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu undan ströndum Noregs í janúar fyrir sex árum. Þrír skipsfélagar Eiríks létust í slysinu og um fjórar klukkustundir liðu áður en þyrlu áhöfn norsku strandgæslunnar kom Eiríki til bjargar.

Eiríkur fór í viðtal við Kastljós RÚV eftir slysið fyrir sex árum þar sem hann sagði að hann hefði þurft að vera bjartsýnn og hefði þurft að halda sér kátum.

Hann hefur nú tekið fjórum sinnum þátt í WOW Cyclothon og unnið tvisvar ásamt því að lenda í öðru og þriðja sæti. Í samtali við Vísi segir hann að hjóladellan hafi náð tökum á honum og að henni fylgi mikið frelsi.

„Er ekki bara alltaf gaman að renna sér? Fólk fer í rússíbana og aðrir kaupa hjól. Ég held það sé bara eitthvað svipað því. Frelsið að vera rúllandi. Enginn hávaði.“

Þar kemur fram að Eiríkur ætli sér að taka þátt í hjólakeppninni Race Around Ireland sem haldin er á Írlandi í lok ágúst og að á næsta ári stefni hann á að taka þátt í keppninni Race Across America í Bandaríkjunum. Eftir það ætlar hann að sjá til hvaða della

Auglýsing

læk

Instagram