Sóli Hólm hélt að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með Reykjavíkurdætrum

Auglýsing

Skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Sólmundur Hólm hélt að Ágústa Eva væri að standa upp til að dansa með Reykjavíkurdætrum í þætti Gísla Marteins í gærkvöldi. Ágústa Eva gekk út úr þættinum eins og Nútíminn greindi frá í gærkvöldi en hún var afar ósátt við framgöngu Reykjavíkurdætra.

Sjáðu myndbandið af því þegar Ágústa yfirgefur myndverið hér fyrir ofan.

„[Ég] velti fyrir mér að gera það sama,“ segir Sóli á Twitter og undirstrikar að hann sé ekki að grínast.

Auglýsing

Það vakti mikla athygli í gærkvöldi þegar Ágústa Eva yfirgaf þáttinn í beinni útsendingu. Nútíminn hafði í kjölfarið samband við Ágústu Evu sem sagði að hún og Eivör Pálsdóttir, sem var einnig gestur í þættinum, hafi ekki verið ánægðar með framgöngu Reykjavíkurdætra í þættinum.

„Ég samþykkti ekki að taka þátt í svona gjörningi. Þetta var bara massaóvirðing við alla — í setti og líka þau sem sátu heima,“ sagði hún og velti fyrir sér hvort hópur af körlum hefði komist upp með það sama.

Hvað ef hópur manna hefði troðist inn í settið með gervisköp, skakandi sér á viðmælendum og stjórnandanum, berir að neðan, segjandi fólki að totta á sér kónginn. Fáránlegt að það hafi ekki verið tekið úr sambandi og settar auglýsingar.

Fólk skiptist í fylkingar á samfélagsmiðlum en stór hópur klórar sér í höfðinu yfir látunum og tekur enga sérstaka afstöðu í málinu. Fáum þetta á hreint.


Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram