Það sem við vitum um árásina í Nice

Það sem við vitum:

  • Samkvæmt nýjustu fréttum er tala látinna 84
  • Fleiri en 100 eru slasaðir
  • Flutningabíl var ekið inn í Mannfjölda í Nice
  • Fólkið var að halda upp á Bastilludaginn
  • Lögreglan skaut ökumanninn til bana
  • Bíllinn var hlaðinn vopnum og handsprengjum

Óttast er að minnst 60 hafi látist þegar flutningabíl var ekið í hóp af fólki í borginni Nice í Frakklandi í kvöld. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Fylgstu með fréttum af málinu hér fyrir neðan.

Fólkið var samankomið til að halda upp á Bastilludaginn sem er þjóðhátíðardagur Frakklands. Hann er haldinn 14. júlí ár hvert til að minnast árásarinnar á Bastilluna í Frönsku byltingunni 14. júlí 1789.

The Guardian greinir frá því að flutningabíllinn hafi verið hlaðinn vopnum og handsprengjum. Bílstjórinn er talinn hafa skotið á fólk áður en lögreglan skaut hann til bana.

Við færum ykkur fréttir þegar þær berast hér fyrir neðan.


Auglýsing

læk

Instagram