„Þú sefur vært, meðan ég kvelst.“—Lany og Julia Michaels slá dýpstu hjartastrengi: „Okay“

Fréttir

23. maí síðastliðinn gaf bandaríska hljómsveitin Lany út myndband við lagið Okay í samstarfi við bandarísku söngkonuna Julia Michaels (sjá hér að ofan). 

Myndbandið var skotið í borginni Santa Monica í Kaliforníu og fara Julia Michaels og Paul Klein—söngvari Lany—með aðalhlutverkin. Myndbandið hefur hlotið góðar viðtökur og hefur verið skoðað rúmlega milljón sinnum á Youtube. Svo virðist jafnframt sem ein lína hafi hreyft sérstaklega við hlustendum:

I know you’re sleeping perfect /
While I’m over here hurtin’ /

Í samtali við útvarpsmanninn Zane Lowe í útvarpsþættinum Beats 1 lýsti Julia Michaels því yfir að sköpunarferli Okay hefði verið býsna strembið: „Þetta var átakamikill dagur. Það var ýmislegt búið að ganga á í lífi okkar beggja … á einum tímapunkti leit Paul til min—alvörugefinn á svip—og spurði: Þetta reddast allt saman örugglega, er það ekki?’ Ég svaraði: ,Úfff, við verðum að nota þessa línu í lagið.’“ Og sú var raunin. 

Nánar: https://itunes.apple.com/us/post/idsa.f5c9caf0-655c-11e9-a7f2-236f14c469a8?app=music&=be1_con_zan&ign-itsct=be1_con_zan&ign-itscg=30302

Hljómsveitin Lany gaf út plötuna Malibu Nights í fyrra og fylgir henni nú eftir með tónleikaferðalagi um heiminn. Julia Michaels gaf út EP plötuna Inner Monologue Part 1 í janúar á þessu ári (sjá hér að neðan). 

Auglýsing

læk

Instagram