Þvertekur fyrir að hafa verið að drekka áfengi undir stýri: „Fullt af ungu liði sem sér þetta“

Auglýsing

Myndband af Daníel Andra Péturssyni, annars eiganda ferðaskrifstofunnar Wake Up Reykjavík, með bjór undir stýri hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Egill Halldórssin, meðeigandi Daníels og samfélagsmiðlastjarna, birti myndbandið á Instagram en því hefur nú verið eytt. Daníel segir það misskilning að hann hafi verið að neyta áfengis í samtali við Vísi.

Í myndbandinu sjást Egill og Daníel í bíl á ferð ásamt starfsmönnum fyrirtækisins. Þar sést Daníel aka bílnum og halda á bjórdós. Myndbandið hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Bent er á að áhrifavaldar eins og Egil þurfi að taka ábyrgð á því sem birt er á samfélagsmiðlum þar sem margir fylgjendur eru ungir.

Sjá einnig: Egill eyddi klukkutíma í að ná réttu myndinni af Tönju með blöðru: „Erfiðasta sem ég veit“

Daníel þvertekur fyrir það að hafa verið að drekka undir stýri í samtali við Vísi og segir ásakanirnar vera byggðar á misskilningi. Hann hafi ekki neytt áfengis í gærkvöldi, hann hafi verið „designated driver“ eða útnefndur bílstjóri kvöldsins, þar sem hann þurfti að vakna snemma í morgun.

Auglýsing

„Við fórum á fjórhjól og á leiðinni er hópurinn að sötra bjór, ég er að keyra og Egill Halldórsson félagi minn, sem er ansi virkur á samfélagsmiðlum, ákveður að henda í smá myndband og biður mig um að halda á bjórnum sínum á meðan. Ég tek aldrei sopa,“ segir Daníel í samtali við Vísi.

Hjördís Brynjars birti myndbandið á Twitter og kom umræðu af stað. Hún tekur lítið mark á þeim afsökunum sem Daníel ber fyrir sig í samtali við Vísi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram