Variety spáir því að Hrútar verði tilnefnd til Óskarsverðlauna

Auglýsing

Tímaritið Variety spáir því að kvikmyndin Hrútar verði tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum besta erlenda myndin. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef tímaritsins í kvöld.

Sjá einnig: Ragnar Bragason segir Hrúta eina bestu íslensku mynd allra tíma

Variety telur að Hrútar keppi við Mustang frá Frakklandi, Labyrinth of Lies frá Þýskalndi, Son of Saul frá Ungverjalandi og Viva frá Írlandi í flokknum.

Hrút­ar vann fyrr árinu til Un Certain Regard verðlaun­ana í sam­nefnd­um flokki á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es. Hrútar er fjórða kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem kemst í Official Selection á Cannes.

Auglýsing

Myndin fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, bræðurna Gumma og Kidda, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal á Norðurlandi.

Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi.

Grímur Hákonarson leikstýrir og skrifar handritið að Hrútum. Með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson.

Enn þá er hægt að sjá Hrúta í Bíó Paradís.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram