Auglýsing

„Ókunnug staðháttum“—Nokkrar stórbrotnar þýðingar frá FB-hópnum Bylt Fylki

Fréttir

Líkt og fram kom á SKE.is í fyrra hefur Facebook-hópurinn Bylt Fylki vakið mikla lukku meðal áhugamanna um íslenskar þýðingar. Í hópnum deila meðlimir plakötum frá erlendum kvikmyndum undir yfirskrift eigin þýðingar. 

Nánar: https://ske.is/grein/sjohundrud…

Félagalisti hópsins hefur stækkað ört á skömmum tíma og eru meðlimir hópsins næstum 3.000 talsins í dag. 

Reglulega lítur forsprakki hópsins—Arnar Tómas Valgeirsson—yfir farinn veg og tekur saman allt það sem staðið hefur upp úr eftir félaga hópsins (sjá hér að neðan). Óneitanlega er þýðing Bergs Tómassonar á sjónvarpsseríunni Lost í ákveðnu uppáhaldi: Ókunnug staðháttum (2002). 

SKE heyrði jafnframt í Arnari Tómasi fyrrnefndum sem nýtti tækifærið til þess að stappa stálinu í félagsmenn (og vísaði í margþvældan brandara meðal félaga Fylkisins):

„Lof mér að segja:

Fram bylt fylki!

Þýðum allt sem kjafti kemur!

Fram bylt fylki!

Með ártöl í sviga!

Fram bylt fylki!“

– Arnar Tómas Valgeirsson

Áhugasamir geta gaumgæft fleiri þýðingar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Nánar: https://www.facebook.com/group…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing