„Ókunnug staðháttum“—Nokkrar stórbrotnar þýðingar frá FB-hópnum Bylt Fylki

Auglýsing

Fréttir

Líkt og fram kom á SKE.is í fyrra hefur Facebook-hópurinn Bylt Fylki vakið mikla lukku meðal áhugamanna um íslenskar þýðingar. Í hópnum deila meðlimir plakötum frá erlendum kvikmyndum undir yfirskrift eigin þýðingar. 

Nánar: https://ske.is/grein/sjohundrud…

Félagalisti hópsins hefur stækkað ört á skömmum tíma og eru meðlimir hópsins næstum 3.000 talsins í dag. 

Auglýsing

Reglulega lítur forsprakki hópsins—Arnar Tómas Valgeirsson—yfir farinn veg og tekur saman allt það sem staðið hefur upp úr eftir félaga hópsins (sjá hér að neðan). Óneitanlega er þýðing Bergs Tómassonar á sjónvarpsseríunni Lost í ákveðnu uppáhaldi: Ókunnug staðháttum (2002). 

SKE heyrði jafnframt í Arnari Tómasi fyrrnefndum sem nýtti tækifærið til þess að stappa stálinu í félagsmenn (og vísaði í margþvældan brandara meðal félaga Fylkisins):

„Lof mér að segja:

Fram bylt fylki!

Þýðum allt sem kjafti kemur!

Fram bylt fylki!

Með ártöl í sviga!

Fram bylt fylki!“

– Arnar Tómas Valgeirsson

Áhugasamir geta gaumgæft fleiri þýðingar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Nánar: https://www.facebook.com/group…

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram