Verne Troyer látinn

Auglýsing

Leikarinn Verne Troyer, sem var best þekktur fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í gamanmyndunum um Austin Powers, er látinn. Hann var 49 ára gamall.

Tilkynnt var um andlát hans á opinberri Facebook-síðu hans. Þar kemur fram að þunglyndi og sjálfsvíg séu þjóðfélagsmein þó ekki sé tekið fram hvernig Verne lést.

Ásamt því að leika í Austin Powers-myndunum fór Verne með hlutverk í fyrstu myndinni um Harry Potter. Hann lék í á þriðja tug kvikmynda á ferli sínum en á meðal þeirra voru Fear and Loathing in Las Vegas, The Love Guru og The Imaginarium of Doctor Parnassus.

Verne barðist við alkahólisma og var hætt kominn árið 2002 þegar hann fékk áfengiseitrun. Hann tilkynnti í fyrra að hann ætlaði að leita sér hálpar.

Auglýsing

It is with great sadness and incredibly heavy hearts to write thatVerne passed away today.Verne was an extremely…

Posted by Verne J Troyer on Laugardagur, 21. apríl 2018

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram