Vilja gera skartgripaheiminn sjálfbærari: „Skartgripaheimurinn í dag er ekki sérlega sjálfbær“

Auglýsing

Akureyringurinn Sigríður Ólafsdóttir stofnaði á dögunum skartgripafyrirtækið CHAIN REACTION ásamt þremur dönskum skólasystrum sínum í Copenhagen School of Design and Technology. Sigríður segir í samtali við norðlenska vefmiðilinn Kaffið.is að fyrirtækið einblíni sérstaklega á að vera eins sjálfbært  og hægt er, meðal annars með því að nota endurunnið silfur og planta trjám.

„Skartgripaheimurinn í dag er ekki sérlega sjálfbær en við reynum að vera eins sjálfbært fyrirtæki og hægt er. Við notum því endurunnið Sterling silfur í skartið og allar pakkningar sem við notum eru úr eco-pappa. Svo fyrir hvert „charm“ sem við seljum plöntum við einu tré. Svo að ef þú kaupir t.d. hálsmen sem er með 5 charms þá plöntum við 5 trjám fyrir þig,“ segir Sigríður við Kaffið.

Fyrirtækið CHAIN REACTION selur skartgripi úr stórum keðjum og svokölluðum charms. Sigríður segir að innblásturinn komi frá  gróðurhúsaáhrifum og loftlagsbreytingum.

„Við fáum innblástur frá bráðnun ísjaka og viljum fá fólk til að hugsa meira um loftlagsbreytingar og þá litlu hluti sem við getum gert í daglegu lífi til að hjálpa til,“ segir Sigríður og bætir við að skartgripaheimurinn í dag sé ekki mjög sjálfbær en það sé eitthvað sem þær vilji sérstaklega breyta.

Frekari umfjöllun um CHAIN REACTION má finna á vef Kaffið.is með því að smella hér.
Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram