today-is-a-good-day

Tiny Desk Contest getur af sér góða tónlist—Oh He Dead: „Lonely Sometimes“

Fréttir

Í gærkvöld (14. apríl) lauk Tiny Desk Contest keppninni. Um er að ræða keppni á vegum bandarísku útvarpsstöðvarinnar NPR þar sem tónlistarfólk víðs vegar um heiminn er hvatt til þess að senda inn frumsamið efni í myndbandsformi (og þá í stíl Tiny Desk). Sigurvegarar keppninnar koma fram á Tiny Desk tónleikum í höfuðstöðvum NPR í Washington ríki í Bandaríkjunum og er jafnframt boðið í tónleikferðalag með NPR Music. 

Meðal þeirra laga sem hafa staðið upp úr er, án efa, Lonely Sometimes eftir hljómsveitina Oh He Dead (sjá hér að ofan). Forsprakkar hljómsveitarinnar eru þau Cynthia Johnson og Andrew Valenti.

Hér fyrir neðan eru fleiri lög sem hafa staðið upp úr, að mati SKE.

Auglýsing

læk

Instagram