Vinsæll leynistaður stórstjarna og milljarðamæringa í Biskupstungum

Auglýsing

Milljarðamæringar og stjórstjörnur eru reglulegur gestir á Íslandi þótt það spyrjist ekki alltaf út. Til að fá fullkomið næði dvelja þau sem eiga aðeins meira á milli handanna en við hin í lúxushótelinu Trophy Lodge í Úthlíð í Biskupstungum. Hótelið, sem er einskonar risavaxinn bústaður, er leigt í heilu lagi og ekkert auglýst. Lítið af upplýsingum er að finna um það á internetinu og þar er ekki heldur hægt að bóka gistingu.

Beyoncé Knowles, Jay-Z og Bill Gates eru á meðal þeirra sem hafa dvalið í Trophy Lodge. Jay-Z hélt til dæmis upp á afmælið sitt þar árið 2015. Þá hefur Nútíminn rakið slóð hjónanna Justin Timberlake og Jessicu Biel í bústaðinn þó dvalarstaður þeirra hafi ekki fengist staðfestur.

Trophy Lodge er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns í Múlakaffi, og viðskiptafélaga hans. Hann á einnig og rekur lúxussvíturnar Tower Suites í Höfðatorgi ásamt Simma og Jóa og tengdum aðilum. Um einn og hálfan tíma tekur að keyra í Trophy Lodge frá Reykjavík og í umfjöllun Forbes frá því fyrr á árinu kemur fram að um töfrandi stað sé að ræða.

Í upphafi var Trophy Lodge sumarbústaður Jóhannesar í Múlakaffi. Í dag er bústaðurinn vinsæll áningarstaður milljarðamæringa og stórstjarna samkvæmt umfjöllun Forbes en þar kemur einnig fram að mikil leynd hvíli yfir staðnum.

Auglýsing

„Leynistaðurinn er staðsettur í Gullna hringnum, nálægt Geysi og hinum stórfenglega Gullfossi,“ segir í umfjölluninni.

Bústaðurinn hefur verið gerður upp á fullkominn hátt. Í borðstofunni er boðið upp á mat sem gæti verið af Michelin-veitingstað og hægt er að fara í spa og láta dekra við sig.

Jóhannes Ásbjörnsson ræddi meðal annars um Trophy Lodge við blaðamann Forbes og sagði að bústaðurinn sé aðeins leigður út í heilu lagi. Hann segir að bústaðurinn sé ekki á skrá hjá hefðbundnum ferðaþjónustuaðilum og að upplýsingar um hann sé ekki að finna á internetinu.

„Við viljum að bústaðurinn sé falinn og einangraður gimsteinn. Hópar dvelja hjá okkur í Tower Suites í tvær nætur og fara svo með þyrlu í sveitina og dvelja í tvær nætur þar. Þetta er mjög vinsælt vegna þess að bústaðurinn er mjög nálægt jöklum og hálendinu,“ segir hann og bætir við að það sé meira að segja þyrlupallur fyrir utan bústaðinn.

Höfuð alls konar dýra hanga á veggjunum innanhúss, vínkjallari er á staðnum og íslenskir skemmtikraftar hafa komið þar fram í einkaveislum. Álma með lúxusherbergjum opnaði árið 2014 en staðurinn getur tekið á móti allt að 20 manns í gistingu, samkvæmt heimildum Nútímans.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram