Heimagerð pizza með kartöfluskífum, pestói og burrata osti

Hráefni:

  • 2 tsk þurrkað óreganó
  • 1 msk sesamfræ
  • 1 msk rifinn sítrónubörkur
  • 1 tsk cumin
  • sjávarsalt og svartur pipar
  • stórt pizzadeig, heimagert eða keypt
  • extra virgin ólívuolía
  • 1 dl basilpestó
  • 1 kartafla skorin í þunnar sneiðar
  • 1 burrata ostur
  • 1 dl fersk söxuð basilika
  • rauðar chilliflögur

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 210 gráður og leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Hrærið saman óreganó, sesamfræ, sítrónubörk, cumin og klípu af salti og pipar.

3. Fletið út pizzadeigið og leggið það á ofnplötuna. Penslið deigið með ólívuolíu og dreifið úr sesamblöndunni yfir það. Næst er pestói „drisslað“ yfir og kartöfluskífunum raðað þar ofan á. Salt og pipar.

4. Bakið í 10-15 mín eða þar til pizzan hefur tekið á sig fallega gylltan lit. Takið úr ofninum, rífið burrata ostinn niður og dreifið honum yfir pizzuna. Toppið með ferskri basiliku og chilliflögum.

Auglýsing

læk

Instagram