7 góð ráð til að finna ástina í gegnum internetið – Hik er sama og tap

Auglýsing

Árið 2017 er algengt að pör kynnist á netinu í gegnum spjallforrit eða textaskilaboð. Sumir virðast ná meiri árangri en aðrir og því hefur Patrick Allan hefur tekið saman nokkrar góðar reglur fyrir spjall á netinu.

Regla 1: Ekki bíða í nokkra daga eftir að hafa samband því þú heldur að það sé geri þig meira töff. Þetta var kannski regla þegar fólk hringdi í hvort annað en á netinu er hraðinn miklu meiri. Ef þú hefur áhuga eða einhver hefur áhuga á þér skaltu hafa samband innan sólarhrings og hefja spjallið.
Regla 2: Ekki senda stuttar setningar eins og t.d. „Hæ“, „Hvað segirðu gott?“ eða „Er eitthvað að frétta?“. Þetta setur þrýsting á hinn aðilann að segja eitthvað sniðugt og minnkar líkurnar á að fá svar. Betra væri að segja til dæmis „Hæ, var að horfa á Star Wars, ertu búin að sjá hana?”. Þá ertu að bjóða upp á umræðuefni í byrjun og það verður auðveldara að brjóta ísinn. Svo er hægt að ræða aðra hluti í kjölfarið.

Regla 3: Ef það er einhver áhugi fyrir hendi þá er best að fara fljótt að spjalla um að skipuleggja stefnumót. Það þarf ekki að vera merkilegt en þú gætir til dæmis spurt hvort hinn aðilinn vilji hittast á Lemon eftir skóla eða vinnu í einn drykk. Það er oft betra að hafa fyrstu stefnumótin mjög stutt og auðveld í framkvæmd. Ef áhuginn er ennþá til staðar getur stefnumót tvö verið bíó eða eitthvað slíkt þar sem þið hafið eitthvað meira að tala um í kjölfarið.

Regla 4: Ef þið eruð búin að hittast þá er oft gott að ræða sameiginlega vini eða áhugamál. Fljótlega þarf að huga að næsta stefnumóti en lykilatriðið er að vera ekki of ýtinn. Besta leiðin til að eyðileggja spjall á netinu er að senda 10 skilaboð á sólarhring án þess að fá svar. Ef viðkomandi hefur ekki svarað þá geta oft verið fullkomlega eðlilegar skýringar enda margir uppteknir við ýmislegt annað. Það er mikilvægt að halda ró sinni og ef ekkert svar berst eftir nokkra daga þá er allt í lagi að spyrja hvort það sé áhugi fyrir því að hittast aftur. Ef ekki þá er hægt að finna einhvern sem hentar þér betur.social-networking-slang-words

Auglýsing

Regla 5: Stafsetning er kannski ekki það áhugaverðasta sem fólk lærir í skóla en það er mikilvægt að reyna að hafa villurnar sem fæstar. Það eru stafsetningarforrit í flestum vöfrum og auðvelt að sjá ef það er mikið af villum. Enginn er að biðja um fullkomna íslensku en þeir sem nota mikið af enskum orðum og skammstöfunum hljóma stundum ópersónulegir. Það er betra nota alvöru orð og vanda sig aðeins þegar maður spjallar við verðandi maka.

Regla 6: Tóninn í því sem þú segir getur skipt máli og þá er gott að nota EMOJI. Það er munur á því að segja: „Hey! BÍÓ í kvöld?????” eða „Hvernig líst þér á að kíkja í bíó í kvöld? :)”. Sumir eru alltof miklir töffarar á netinu en það er ekki beinlínis aðlaðandi. Svo má reyndar stundum gera of mikið af brosköllum en það er þó betra en upphrópunarmerki og HÁSTAFIR. Reynum að vera kurteis.ac48d19fc509c55c31ee38a2844e1582

Regla 7: Vertu vakandi fyrir því hvenær er komið nóg og skal hætta að spjalla. Það er mjög algengt að annar aðilinn sé mun ákafari en hinn þegar spjallað er á netinu. Í fyrstu getur verið gott að segja bara eftir svona 5-10 mínútur að þú hafir haft gaman af spjallinu og vonist til að heyra í viðkomandi á morgun. Nokkur stutt spjölleru skemmtilegri heldur en eitt langt spjall þar sem báðir aðilar eru að klóra sér í hausnum að reyna að finna eitthvað til að tala um.

(Fengið úr grein eftir Patrick Allan.)

Spjall við verðandi maka á netinu er ekki svo flókið ef maður heldur ró sinni og vandar sig örlítið meira en þegar maður spjallar við vinina.

 

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram