Auglýsing

Hafþór Júlíus trompaðist á fréttamannafundi: „Ekki tala um mömmu mína aftur rasshaus, ég rota þig fyrir utan“

Bardagakapparnir Hafþór Júlíus Björnsson og Bretinn Eddie Hall rifust eins og smákrakkar á fréttamannafundi fyrir bardaganna þeirra á morgun í Dúbaí. Fundinn var haldinn í gær og er óhætt að segja að soðið hafi upp úr á milli kraftajötnanna tveggja.

Á fundinum líkti Eddie Hafþóri við asna. „Vandamálið er að þegar þú leyfir asna að vera innan um veðhlaupahesta, að borða með þeim og æfa með þeim, þannig að með tímanum fer asninn að halda að hann sé veðhlaupahestur. Hafþór getur alveg keppt við mig en hann er samt algjör asni,“ sagði sá breski.

Þá ætlaði allt vitlaust að verða á milli þeirra en í fyrstu atrennu náðist að róa þá báða niður. Þeir voru ekki fyrr sestir niður þegar Eddie fór að ræða um móðir Hafþórs. Þá fauk í Íslendinginn.

„Ekki tala um mömmu mína aftur rasshaus, ég rota þig fyrir utan,“ sagði Hafþór og rauk úr sæti sínu búinn undir að ráðast á Bretann.

Átökin má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing