Átta hlutir sem þú vissir pottþétt ekki um eistu!

Það eru allir karlmenn með eistu. Langflestir allavega. En hvað veist þú mikið um þessa tvo bolta sem karlmenn taka með sér hvert sem þeir fara?

Hér eru 8 skemmtilegar staðreyndir um eistun:

1. Orðið Avókadó er dregið af orðinu „ahuácatl“ sem Astekar notuðu yfir eistu.

 

2. Á miðöldum kom það fyrir að menn sem vildu eignast son fjarlægðu vinstra eistað, en margir trúðu því að vinstra eistað innihéldi kvenkyns sæði og hægra karlkyns.

3. Rómverjar settu hægri höndina yfir kynfærin þegar þeir báru vitni fyrir dómstólum í staðinn fyrir yfir hjartað. Þeir trúðu nefnilega að það voru eistun sem gerðu það að verkum að þeir myndu tala með heilindum og segja satt frá – þess vegna máttu konur t.d. ekki bera vitni.

 

4. Eistun framleiða 200 milljón sæðisfrumur á dag!

5. Á 16. öld var konum bannað að syngja í kaþólskum kirkjukórum. Til þess að fá raddir sem höfðu nógu háa tóna voru þess vegna alltaf nokkrir drengir valdir  til að hafa eistu sín fjarlægð fyrir kynþroskaskeið til að halda röddinni hárri. Sagan segir meira að segja að Mozart sjálfur hafi verið mikill talsmaður þess að þetta væri gert.

 

6. Eistu geta tvöfaldast að stærð meðan á kynmökum stendur.

7. Ástæða þess að mannskepnan hefur eistun hangandi utan á líkamanum hefur alltaf verið talin vera sú að það sé til að passa upp á að þau „ofhitni“ ekki. En samt eru mörg spendýr eins og fílar og maurætur með sín eistu inni í líkamanum.

 

8. Á flestum körlum hangir vinstra eistað neðar en það hægra. Þetta er talið vera vegna þess að ef þau héngu nákvæmlega jafn hátt myndu þau slást saman og taka meira pláss!

Auglýsing

læk

Instagram