Barcelona vill fáránlega háa upphæð fyrir bálreiðan LIONEL MESSI en hann er velkominn til PSG – myndband

Lionel Messi á í deilum við stjórnendur Barcelona og er sagður bálreiður þessa dagana. Það var svo bara til að hella olíu á eldinn þegar Barcelona tapaði 8-2 fyrir Bayern Munich.

Messi er sagður vilja fara frá Barcelona og hefur Thomas Tuchel stjóri PSG boðið hann velkominn. Hann sagði einfaldlega: „Hvaða þjálfari myndi segja nei við Messi?“

Það sem stendur í vegi fyrir flutningi Messi er hins vegar fáránlega há upphæð sem stjórar Barcelona eru sagðir vilja fá fyrir stjörnuna. Til að eiga möguleika á að kaupa Messi þarf PSG eða annar kaupandi að byrja á að borga 113,780,333,729 krónu uppsagnarákvæði. Þetta er augljóslega óskiljanlega há upphæð sem þýðir væntanlega að Messi verði áfram fastur í Barcelona – en hver veit?

Auglýsing

læk

Instagram