Konur heillast mest af mönnum með tíu daga skegg – samkvæmt þessari rannsókn!

Auglýsing

Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum í New South Wales í Ástralíu þá kemur í ljós að konur vilja frekar menn með tíu daga skegg heldur en þá sem eru nýrakaðir.

Þau sýndu 360 konum og 178 körlum myndir af karlmönnum með mismunandi mikið skegg. Karlmennirnir voru allt frá því að vera nýrakaðir yfir í fimm daga stubba, tíu daga vöxt og svo fullvaxið skegg.

Þátttakendur urðu að meta mennina útfrá heilsu, aðlöðun, karlmennsku og foreldrahæfni.

Í rannsókninni kom í ljós að bæði karlar og konur gáfu mönnum með skegg hærri einkunn fyrir að vera aðlaðandi – og að þeir væru líklegri til að vera betri foreldri.

Auglýsing

Það var svo 10 daga skeggið sem endaði í fyrsta sæta og var talið vera mest aðlaðandi!

Þannig að menn ættu kannski að hugsa sig tvisvar um áður en þeir taka upp rakvélina þegar þeir eruð á leiðinni á djammið?

Auglýsing

læk

Nýjast á menn

Instagram