Það er óþolandi þegar fólk verður að eyðileggja eitthvað til að skemmta sér. Oft eru það vandræðaunglingar sem fara viljandi saman og eyðileggja eitthvað en stundum er það annað fólk.
Einar Hermannsson vakti athygli á skemmdarverkum sem hafa verið framin á strætóskýlum í Reykjavík síðustu vikur.
Nú er nóg komið ! Það er búið að brjóta um 30 rúður í kringum skeifu og laugardalssvæðið sl viku. Tjónið komið vel yfir milljón og sennilega er þetta einn einstaklingur á ferð. Ég vil ná honum, allar upplýsingar vel þegnar. Deila takk. – Einar
Þetta er alls ekki gott og ef að einhver verður vitni af svona má hann hafa samband við lögreglu svo hægt sé að koma í veg fyrir fleiri svona skýli.
Hér er mynd af rústuðu strætóskýli í Reykjavík.