Auglýsing

Voru þreytt á að borga LEIGU – svo þau keyptu sér hvítan sendibíl í staðinn! – MYNDIR

Breska parið Adam Croft og Nikki Pepperell voru orðin þreytt á að borga leigu þannig að þau tóku til óvanalegra ráðstafana.

Þau eyddu sirka að jafnvirði þrem milljónum íslenskra króna í að kaupa og breyta sendibíl í kósý litla íbúð.

Glæsilegt eldhús er í bílnum þar sem hægt er að elda og snæða.

Kojan er hugguleg með krúttlegum bókaskáp undir ásamt kofforti.

Þrátt fyrir að ekki sé vatn tengt við bílinn eru þau þó með tank svo þau geti fyllt á ketilinn.

Nýja „íbúðin“ þeirra Adam og Nikki hentar líka vel til að ferðast um Evrópu og keyra um víðan völl. Það kemur sér einstaklega vel á veturna því þá hafa þau möguleikann á að búa á heitari stað.

Ekki ónýt leið til að lifa lífinu!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing