today-is-a-good-day

Einlægur Valdimar í viðtali: „Þegar stelpurnar verða byrjaðar að hringja á fullu er takmarkinu náð“

Auglýsing um tónleika til minningar um tónlistarmanninn Valdimar Guðmundsson gerði allt vitlaust eftir forkeppni Eurovision á RÚV í gær. Sumum brá á meðan aðrir voru í sjokki. Enn aðrir hreinlega grétu.

Ekki var þó allt með felldu þar sem um var að ræða auglýsingu fyrir Reykjavíkumaraþon Íslandsbanka. Valdimar hyggst taka þátt og hlaupa tíu kílómetra. Sjáðu byrjunina á auglýsingunni og einlægt viðtal við Valdimar í spilaranum hér fyrir ofan.

Á vef hlaupsins kemur fram að eftir martröð um eigin dauða hafi hann tekið ákvörðun um að skera upp herör gegn ofþyngd sinni, kæfisvefni og almennt versnandi heilsu.

„Ég þarf að vita að ég muni ekki enda einn í kjallaraíbúð og deyja fyrir aldur fram,“ segir Valdimar en hægt verður að fylgjast með undirbúningin hans á vef hlaupsins. Myllumerkið #mínáskorun heldur utan um umræðu á samfélagsmiðlum.

„Fólk talar um fátt annað en vaxtarlag mitt núna. Ég kallaði þetta svolítið yfir mig sjálfur,“ segir Valdimar í viðtali við Nútímann og vísar í færslu sem hann birti á Facebook í október í fyrra þar sem hann lýsti fylgikvillum offitu, heilsubresti og andlegri vanlíðan. Hann sagðist vera kominn á tímapunkt þar sem hann verði að gera eitthvað í sínum málum áður en vandinn verði of stór og dragi hann jafnvel til dauða.

Valdimar er búinn að vera hjá einkaþjálfara frá því að hann birti færsluna og hefur misst á þriðja tug kílóa. „Ég hef ekki verið í betra formi í langan tíma,“ segir hann.

Horfðu á viðtalið við Valdimar hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram