Er munur á íslensku og sænsku Kóki? Sérfræðingar í Kókdrykkju smökkuðu í þágu vísinda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hefur framleiðslu á Kók í dós og gleri á Íslandi verið hætt. Í staðinn er Kók í slíkum umbúðum flutt inn frá Svíþjóð en Kók í plasti verður áfram íslenskt.

Þegar Nútíminn fjallaði um málið sagði Magnús Viðar Heimisson, vörumerkjastjóri hjá Coca Cola Eurpean Partners Ísland, að neytendur ættu ekki að finna fyrir breytingunni. „Til dæmis verður kolsýrumagn drykkjanna lagað að íslenska markaðnum, en það magn er meira hér en víða annars staðar,“ segir hann.

Allar vörur sem Coca-Cola á Íslandi flytur inn fara í gegnum strangt gæðakerfi fyrirtækisins sem er til þess gert að tryggja að varan uppfylli alltaf ítrustu kröfur hvað gæði varðar.

En er einhver munur á íslensku og sænsku Kóki? Nútíminn framkvæmdi hávísindalega könnun þar sem Kóksérfræðingar voru fengnir til að smakka Kók frá Íslandi og Svíþjóð, án þess að vita hvort Kókið var í hvoru glasi. Þau voru svo spurð hvort Kókið var frá Íslandi.

Sjáðu niðurstöðurnar í myndbandinu hér fyrir ofan.

Auglýsing

læk

Instagram