https://www.xxzza1.com

Svartir sauðir á „Svörtum dögum“

Neytendastofu hefur borist töluvert af ábendingum frá neytendum í kjölfar hinna „svörtu daga“ sem nú fara fram í fjölmörgum verslunum á Íslandi. Þetta hefur Nútíminn fengið staðfest frá Neytendastofu – verið sé að skoða allar þær ábendingar sem berast en ekki er hafin rannsókn á neinum málum þar sem bíða á eftir því að tilboðsdögunum ljúki.

Þeim er nefnilega ekki lokið því í dag, mánudaginn 27. nóvember, fer fram svokallaður rafrænn mánudagur eða „Cyber Monday.“ Neytendur eiga að geta gert góð kaup í hinum ýmsu netverslunum en svo virðist sem að fjölmargir íslenskir neytendur fylgist vel með breytingum á verði. Þá sérstaklega hvort að einhverjar verslanir hafi hækkað verð á einhverjum vörum til þess að geta auglýst þær á sama verði og áður á meðan umræddir tilboðsdagar ganga yfir.

Samkvæmt heimildum Nútímans hefur Neytendastofa fengið ábendingar um fjölda fyrirtækja, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Hér er hægt að senda ábendingu til Neytendastofu.

Auglýsing

læk

Instagram