Auglýsing

„Ég beini orðum mínum til unga fólksins.“

Fréttir

Síðastliðinn 17. nóvember gaf rapparinn Talib Kweli út myndband við lagið Traveling Light ásamt söngvaranum Anderson .Paak. Lagið pródúseraði Kaytranada og er lagið að finna á plötunni Radio Silence sem kom út fyrir stuttu.

Athygli vekur að grínistinn Dave Chappelle kemur við sögu í lok myndbandsins (ca. 03:43) þar sem hann hvetur ungdóminn til þess að slíta sig frá símanum og lifa í raunheiminum („real life“):

„Mér finnst það aðkallandi, á stafrænni öld, að vera til í raunveruleikanum („happen in real life“). Og mér er sama þó svo að þeir geti ekki tekið mynd af mér, vegna þess að ég hef aldrei séð Paul Bunyan (goðsagnakenndur bandarískur skógarhöggsmaður) en ég veit hver það er … ég er að ávarpa allt unga fólkið sem lítur upp til Kweli – og jafnvel til mín, óviturlega. Verið til í raunveruleikanum („happen in real life“).“

– Dave Chappelle

Platan Radio Silence kom út 17. nóvember á Spotify og skartar góðum gestum á borð við Jay Electronica, Waka Flocka Flame og Rick Ross. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing