Örskýring: Af hverju eru allir að tala um Beyoncé?

Um hvað snýst málið?

Beyoncé hefur sent frá sér sjöttu breiðskífu sína: Lemonade. Plötunni fylgdi klukkutíma löng stuttmynd með sama nafni sem var frumsýnd á sjónvarpsstöðinni HBO á laugardagskvöld.

Hvað er búið að gerast?

Platan hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum og berjast aðdáendur hennar við að túlka merkingu laganna. Framhjáhald virðist vera rauður þráður í gegnum plötuna og vilja sumir meina að hún sé að láta Jay-Z, eiginmann sinn, hafa það óþvegið.

Aðdáendur Beyoncé þykjast hafa fundið margar tilvísanir í að Jay-Z hafi hafi haldið framhjá henni. Hann hefur verið orðaður við nokkrar konur eftir að þau Beyoncé tóku saman, meðal annars söngkonurnar Rihönnu, Ritu Ora og hönnuðinn Rachel Roy.

Titill plötunnar sækir innblástur í ömmu Beyoncé, Agnéz Deréon og Hattie White, ömmu Jay-Z. Í lok lagsins Freedom heyrist Hattie White ávarpa gesti í níræðisafmælinu hennar í apríl í fyrra. Í ræðunni segist Hattie ávallt hafa fundið styrk til að toga sig á fætur: „Ég fékk sítrónur og gerði úr þeim límonaði.“

Hvað gerist næst?

Beyoncé hyggst kynna plötuna með tónleikaferðalagi um heiminn sem hefst í lok apríl.

Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.

Auglýsing

læk

Instagram