Ung kona segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni frá sjúkraliða á Landspítalanum – Hélt áfram að áreita hana eftir útskrift

Ung íslensk kona greindist með bráða nýrnabilun í nóvember 2023 og var lögð inn á meltingar- og nýrnadeild Landspítalans við Hringbraut.

Þar segist hún hafa orðið fyrir ítrekaðri og óumbeðinni kynferðislegri athygli frá karlkyns sjúkraliða af erlendu bergi brotnu sem sinnti henni meðan hún lá inni.

Áreitið átti sér stað yfir langan tíma

Auglýsing

Konan var lögð inn 21. nóvember og útskrifuð 25. nóvember.

Samkvæmt frásögn konunnar hófst áreitið þegar sjúkraliðinn var að sinna almennum hjúkrunarstörfum eins og að mæla blóðþrýsting og hita.

Hún segir að sjúkraliðinn hafi komið að lágmarki daglega að „heilsa“ henni og daðra við hana, jafnvel þegar fjölskyldumeðlimir voru í heimsókn.

„Þessi maður hefur stalkað mig frá því í nóvember 2023. Hann lætur mig ekki í friði“

Hann hafi þá „reynt við hana“, hrósað henni fyrir útlit hennar og verið sífellt að koma við hana með óþægilegum hætti.

„Hann hrósaði mér í gríð og erg hvað ég væri falleg, með falleg augu, fallegt bros, skemmtileg, fyndin. Ég fékk hann til að brosa og hvað ég gerði daginn hans betri bara með því að hann væri sjúkraliðinn minn þann daginn.“

Hún segist hafa brugðist við með því að reyna að sýna með líkamstjáningu sinn að skýrt væri að henni fyndist hegðun hans óþægileg.

„Ég fraus. Mér fannst þetta virkilega óþægilegt og ég gat ekki sagt neitt,“ segir hún og bætir við að hún hafi upplifað áframhaldandi samskipti hans utan vinnu sem eins konar árás:
„Þetta var ekki saklaust. Þetta voru aðstæður sem ég vildi ekki vera í og fannst mjög óþægilegar.“

„Hann starði bara á brjóstin á mér“

Á síðasta degi hennar á deildinni, þegar hún þurfti að fá aðstoð við að klæða sig úr spítala „galla“ og var tengd vökva í æð, segir hún að sjúkraliðinn hafi starað á ber brjóst hennar í langan tíma án þess að segja orð eða bregðast við beiðni hennar um aðstoð.

„Ég sagði við hann: ‘Ætlar þú ekki að hjálpa mér?’ Þá varð hann mjög vandræðalegur en horfði samt áfram á mig. Ég fraus, stóð hálfnakin með vökva í æð og beið eftir því að hann klæddi mig aftur,“ segir hún í samtali við blaðamann.

Óumbeðin samskipti eftir útskrift

Eftir útskriftina segist konan hafa orðið vör við áframhaldandi athygli frá sama starfsmanni.

Hann hafi „lækað“ hana á stefnumótaforritinu Smitten, sent henni vinabeiðni á Facebook sem hún samþykkti ekki, skilaboð sem hún svaraði ekki og síðan sent henni skilaboð þar sem hann bauð henni heim til sín, í bíó og á kaffihús.

Í mars 2025 fékk hún svo ný skilaboð frá honum frá nýjum Facebook aðgangi.

„Þessi maður hefur stalkað mig frá því í nóvember 2023. Hann lætur mig ekki í friði,“ segir hún.

Nútíminn hefur undir höndum skjáskot af þessum skilaboðum og meðan verið var að vinna fréttina var maðurinn enn að „læka“ við konuna á Smitten, þar sem hún hafði ekki lokað á aðganginn sem notaður var til þess.

Eitt af skilaboðunum sem maðurinn hefur sent henni. Búið er að taka út nafn og mynd

Deildarstjóri viðurkenndi að aðrar konur hefðu kvartað

Konan hringdi í deildarstjóra deildarinnar 17. mars og lýsti málinu.

Þar segist hún hafa fengið þau svör að málið yrði rætt við viðkomandi starfsmann daginn eftir.

Deildarstjórinn hafi jafnframt hvatt hana til að kæra málið til lögreglu, en viðurkennt í samtalinu að umræddur sjúkraliði hafi áður hlotið kvartanir frá öðrum ungum konum.

„Mér líður ömurlega með þetta. Sjúkraliði sem á að sýna manni virðingu og umhyggju þegar maður er veikur og ósjálfbjarga sneri þessu í eitthvað allt annað. Þetta er ekki bara ófagmannlegt, þetta er sjúklegt“

Þær hafi hins vegar ekki kært, heldur sagt honum að hætta og „sett honum mörk.“

„Það var sagt við mig í símann: ‘Hinar konurnar sögðu honum bara að hætta.’ Mér fannst það algjört kjaftæði. Af hverju er hann þá enn að vinna þarna?“ spyr hún.

 

„Þetta er ekki bara ófagmannlegt – þetta er sjúklegt“

Hún bendir einnig á að þó þessi tilvik kunni ein og sér að virðast sakleysisleg á yfirborðinu þá hélt þetta stöðugt áfram þó hún hafi reynt að gera honum ljóst að henni fyndist þetta óþægilegt.

„Mér líður ömurlega með þetta. Sjúkraliði sem á að sýna manni virðingu og umhyggju þegar maður er veikur og ósjálfbjarga sneri þessu í eitthvað allt annað. Þetta er ekki bara ófagmannlegt, þetta er sjúklegt,“ segir hún að lokum.

Deildarstjóri vildi ekki svara spurningum

Nútíminn hafði samband við deildarstjóra meltingar- og nýrnadeildar Landspítalans og spurði hvort hún kannaðist við að þar ynni starfsmaður sem ungar stúlkur hefðu kvartað yfir.

Hún neitaði og sagðist ekki kannast við að neitt slíkt hefði átt sér stað.

Þegar hún var spurð hvort hún kannaðist ekkert við að hafa haft orð á slíku við konu sem hefði leitað til hennar nýlega sagðist hún ekki ætla að svara frekari spurningum um málið.

Starfsmenn Landaspítalans segjast kannast við hegðunina

Nútíminn leitaði einnig til starfsmanna spítalans og þar virtust fleiri en einn starfsmaður kannast við umræddan sjúkraliða en en engin vildi koma fram undir nafni.

„Einn vinur minn spurði af hverju er ekki löngu búið að reka hann,“ sagði einn starfsmaður.

„Er búin að tala við samstarfskonur mínar og sumar hafa heyrt um hann og skilja ekki af hverju hann er í vinnu,“ sagði annar.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing