today-is-a-good-day

Tvöfaldur í roðinu—Open Mike Eagle og Danny Brown: „Unfiltered“ (myndband)

Fréttir

Bandaríkjamaðurinn Michael W. Eagle II gengur undir listamannsnafninu Open Mike Eagle og er hvor tveggja rappari og uppistandari. Eagle fæddist þann 14. nóvember árið 1980 og ólst upp í Chicago. 

Árið 2007 stofnaði hann hljómsveitina Thirsty Fish ásamt þeim Dumbfoundead og Psychosiz. Hljómsveitin gaf út plötuna Testing the Waters árið 2007 og fylgdi henni síðar eftir með plötunni Watergate árið 2011. 

Fyrsta platan sem Open Mike Eagle gaf út undir eigin formerkjum var Unapologetic Art Rap sem kom út árið 2009. Síðan þá hefur hann gefið út fimm plötur: Rappers Will Die of Natural Causes (2011), 4nml Hsptl (2012), Dark Comedy (2014), Hella Personal Film Festival (2016) í samstarfi við Paul White og Brick Body Kids Still Daydream (2017) en hin síðastnefnda var meðal annars í 34. sæti Rolling Stone yfir bestu plötur ársins. Þá gaf han einnig út stuttskífuna What Happens When I Try to Relax í fyrra. 

Í gær (15. apríl) gaf Open Mike Eagle út myndband við lagið Unfiltered (sjá hér að ofan) í samstarfi við rapparann Danny Brown. Myndbandið kom út á vegum bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Comedy Central en lagið er hluti af tónlistar- og uppistandsseríunni The New Negroes with Baron Vaughn & Open Mike Eagle. Í kynningartexta myndbandsins stendur: „Open Mike Eagle og Danny Brown vita hversu geðhreinsandi—og hversu hættulegt—það er að láta tilfinningar sínar í ljós fyrir samstarfsfólki sínu.“ Íslenska orðatiltækið tvöfaldur í roðinu er e.f.t.v. við hæfi. 

Hér fyrir neðan er svo lagið Microfiche sem er að finna á fyrrnefndri plötu What Happens When I Try to Relax. 

Auglýsing

læk

Instagram