„Með viðlagið á heilanum í tvö ár“—Hildur gefur út lag í samstarfi við Kelvin Jones

Fréttir

18. apríl síðastliðinn gaf bresk-simbabveski tónlistarmaðurinn Kelvin Jones út lagið Lights On á Spotify (sjá hér að neðan). 

Lagið samdi Jones í samstarfi við Alexander Pavelich og Ilkka Wirtanen—að ógleymdri íslensku tónlistarkonunni Hildi. Hildur syngur einnig bakraddir í laginu. 

Í tilkynningu sem Hildur sendi frá sér á Facebook í gær kemur fram að lagið Lights On verði að finna á næstu plötu Jones:

„Þetta er fyrsti síngúllinn af næstu plötu sem hann gefur út. Eins og sumir vita byrjaði ég, fyrir tæpum tveimur árum, að semja fyrir erlenda tónlistarmenn meðfram því að semja fyrir sjálfa mig. Þetta er fyrsta stóra lagið sem kemur út. Vonandi fara fleiri lög að koma út bráðum. Bara til að glöggva fólk á ferlinu þá var þetta lag samið í Þýskalandi í september 2017 en þar sem oft er um stór plötufyrirtæki er að ræða er svona ferli oft mjög langt og öðruvísi en við óþolinmóðu Íslendingar, sem viljum gefa allt út strax, eigum að venjast! Ég er búin að vera með þetta viðlag á heilanum síðan 2017 svo að það er heldur betur gaman að geta leyft fleirum loksins að heyra! Svo má líka heyra mig syngja í bakröddum ef vel er hlustað.“

– Hildur Kristín Stefánsdóttir

Þess má geta að Kelvin Jones nýtur þó nokkurra vinsælda á Spotify. Notendur streymiveitunnar hafa t.a.m. hlýtt á lagið Call You Home tæplega 40 milljón sinnum. 

Auglýsing

læk

Instagram