Auglýsing

Heimsfrægur Óskarsverðlaunahafi brotnar niður í beinni: Er að missa húsið sitt og stutt í gjaldþrot

Kevin Spacey er á bjarmi gjaldþrots og hefur þurft að selja húsið sitt í Baltimore vegna mörg hundruð milljóna króna lögfræðikostnaðar. Þessi heimsfrægi leikari, sem hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaunin, var ásakaður um kynferðisbrot gagnvart fjórum mönnum en var fundinn saklaus á síðasta ári. Þrátt fyrir það hefur leikarinn ekki fengið tækifæri aftur á hvíta tjaldinu í Hollywood en Spacey mætti í viðtal til hins umdeilda breska fjölmiðlamanns Piers Morgan.

Morgan stjórnar þættinum Uncensored en hann er sýndur á YouTube og nýtur töluverðra vinsælda.

Um var að ræða fyrsta viðtal Hollywood-leikarans í mörg ár en þar greindi Spacey meðal annars frá því að verið væri að selja húsið hans á nauðungarsölu vegna ógreiddra reikninga sem tengjast málsvörn hans í áðurnefndum málum. Hann brotnaði niður og grét hjá Morgan þegar hann útskýrði stöðu sína: „Ég þarf að snúa aftur til Baltimore og koma öllu sem ég á í geymslu. Ég veit ekki hvar ég mun búa núna.“

Stórstjörnur standa við bakið á Spacey

Kevin Spacey var fyrir sjö árum síðan álitinn einn virtasti og farsælasti leikari í Hollywood en var einn af þeim fyrstu sem var hengdur í gálga í kjölfar #MeToo hreyfingarinnar. Þá stigu fram fjöldi karlmanna sem ásakaði Spacey að hafa brotið á sér með einum eða öðrum hætti. Þá kom nýlega út heimildarmyndin „Spacey Unmasked“ en í henni stigu 10 karlmenn fram sem sögðust hafa lent í leikaranum. Enginn þeirra 10 lagði hins vegar fram kæru á hendur Spacey.

Leikarinn vill snúa aftur á hvíta tjaldið og svo virðist sem að fjöldi leikara í Hollywood standi við bakið á honum en stjörnur á borð við Liam Neeson, Sharon Stone og Stephen Fry hafa öll stigið fram og lýst yfir stuðningi við Spacey. Þá kemur fram í viðtali Morgan við leikarann að hinn breski tónlistarmaður Elton John hafi verið sá fyrsti sem hafi haft samband við hann þegar ásakanir á hendur honum komu fyrst fram í dagsljósið fyrir sjö árum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing