Aðgerðasinnar beita hótunum til að reyna að stöðva ráðstefnu um málefni trans-fólks.

Læknaráðstefna sem verður haldin verður í Canberra í Ástralíu á vegum samtakanna RANZCP (Royal Australian and New Zealand College of Psychiatrists) er í uppnámi eftir að samtök sem segjast starfa fyrir LGBTQIA+ nemendur í landinu sendu frá sér tilkynningu þar sem þau heimta að ákveðinn liður ráðstefnunnar verði tekinn af dagskrá.

Liðurinn sem um ræðir fjallar um málefni þeirra sem hófu ferli í kynleiðréttingu en hættu við eða reyndu að snúa til baka á einhverjum tímapunkti í ferlinu. Þetta fólk kallast á ensku ‚detransitioners‘.

Þrír sérfræðingar um málefnið verða með erindi um þetta málefni en aðgerðasinnarnir hafa sagt að málefnið bjóði upp á neikvæða orðræðu í garð trans-fólks og hafa hótað frekari aðgerðum verði kröfum þeirra ekki mætt.

RANZCP samtökin hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau fordæma hótanirnar og segja þær vera tilraun til að stöðva heiðarlega umræðu um mikilvægt læknisfræðilegt málefni sem bætt geti líðan fjölda fólks.

Forseti samtakanna, Dr. Philip Morris sagði í viðtali við Sky fréttastofuna að slíkar hótanir væru óboðlegar en að hann hefði áhyggjur af öryggi ráðstefnugesta þar sem hann vissi af því að hópurinn sem um ræðir hafi áður gert atlögur að svipuðum ráðstefnum og beitt mikilli hörku við þær aðgerðir.

Hann sagði það skyldu samtakanna að fjalla um málið á vísindalegan og málefnalegan hátt.

Auglýsing

læk

Instagram