Auglýsing

Börn leika sér við lífshættulegar aðstæður á Akureyri – Hrópuðu ókvæðisorð að fullorðnum sem skiptu sér af

Myndband sem maður tók þegar hann kom að konu vera að skipta sér af 3 börnum að leik við Glerá á Akureyri er nú að dreifast um samfélagsmiðla.

Konan kallar að börnunum að þarna eigi þau ekki að leika sér því þetta sé hættulegur staður þar sem bæði börn og fullorðnir hafi dáið.

Börnin bregðast illa við afskiptunum og segja konunni meðal annars að þegja og hætta að skipta sér af.

Maðurinn skerst í leikinn og spyr hver hafi eiginlega alið börnin upp áður en hann kallar til þeirra að fara í það minnsta varlega.

Aftur bregðast börnin illa við og segja þeim að „fokka sér í burtu“.

Búið er að fela andlit barnanna í myndbandinu sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan en upprunalega birtist það á Facebook.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing