Eldgos er hafið á milli Hagafells og Stóra-Skógfells: Fréttin verður uppfærð

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga. Fréttin verður uppfærð.

Uppfært – 20:39: Samkvæmt fyrstu sýn virðast upptökin á sama stað og síðustu tvö gos í febrúar og desember.

Uppfært – 20:41: Mynd frá lesanda sem býr í Urriðaholtinu. Eldgosið sést vel frá Reykjavík.

Uppfært – 20:55: Eldgos er hafið á milli Hagafells og Stóra-Skógfells. Upptökin eru nær Stóra-Skógfelli, á svipuðum stað og eldgosið sem varð 8. febrúar. Verið er að vinna úr nákvæmri staðsetningu á gossprungunni. Aðdragandi gossins var stuttur en gosið hófst kl. 20.23. Gosmökkurinn berst til norðvesturs. Fyrsta staðsetning gossprungunnar er byggð á radargögnum (sjá miðju gossprungunnar sem rauðan punkt á kortinu hér að neðan). Unnið verður að nákvæmari staðsetningu samkvæmt tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Uppfært – 21:15: Kort sem sýnir upptökin frá Veðurstofu Íslands

Fyrsta staðsetning gossprungunnar er byggð á radargögnum (sjá miðju gossprungunnar sem rauðan punkt á kortinu hér að neðan). Unnið verður að nákvæmari staðsetningu.

Uppfært – 21:21: Hér er mynd sem lesandi Nútímans sendi okkur frá Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ. Lesandinn sagðist greinilega heyra í miklum drunum frá eldgosinu.

Uppfært – 2251: Samkvæmt RÚV er gosið nú það kraftmesta fram að þessu, segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, nýkominn úr þyrluflugi yfir gosstöðvunum. Í frétt RÚV segir að þessi sprunga sem er virk núna er í lengra lagi, um 3,5 kílómetrar. Nær frá norðanverðu Hagafelli og norður til Stóra-Skógfells. Öll sprungan er mjög virk.

Hér er bein útsending frá vefmyndavélum RÚV á YouTube.

Auglýsing

læk

Instagram